Lífið

Vetrarhátíð loksins á dagatalið

Vetrarhátíð í Reykjavík lauk í gær og var dagskráin afar fjölbreytt og skemmtileg. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar var í hæstu hæðum í gær vegna góðs gengis í ár. "Það er metþátttaka á mörgum stöðum og heildarfjöldi gesta hefur tvöfaldast frá því í fyrra. Þetta er alveg dásamlegt."

Að sögn Sifjar er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og að hennar mati er hún nú loksins komin inn á dagatalið hjá fólki. "Það gekk vel í fyrra en þetta er allt öðruvísi og ótrúlegt hvað fólk er að taka vel við þessu. Ég hef tekið eftir því að það tekur um 4-5 ár fyrir svona hátíðir að ná festu. Það er líka mikill munur að hafa Vetrarhátíð og Food and Fun á sama tíma auk þess sem gott veðurfar spilar inn í."

Það besta við svona hátíðir að mati Sifjar er að fólk flakkar um og gerir hluti sem það venjulega myndi ekki gera. "Það er sjaldan sem fólk fer á óperutónleika í söngskólanum, kíkir svo á opið hús í Landhelgisgæslunni og fer svo og lemur bumbur í barnaprógrammi." Hátíðinni lauk í gær með heljarinnar tónleikum Ghostdigital og Sigtryggs Baldurssonar í Perlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×