Henry Birgir svarar Roland Eradze 17. febrúar 2005 00:01 Yfirlýsing Henrys Birgis Gunnarssonar Sökum þess að Roland Valur Eradze sér ástæðu til þess að saka mig um óvönduð vinnubrögð, og hreinlega lygar, sé ég mig knúinn til þess að svara fyrir mig. Roland segir í yfirlýsingu sinni að margt sé rangt haft eftir honum og að hann harmi þann blæ sem fréttamaðurinn setur í viðtalið. Roland ásakar mig sem sagt um lygar en sér samt enga sérstaka ástæðu til þess að tíunda hvað sé haft rangt eftir honum. Einhver hefði talið það lágmarkskröfu í slíkum málatilbúnaði. Hvað varðar ásakanir um að setja "blæ" á viðtalið skil ég heldur ekki. Spurning hvort Roland sé tilbúinn að útskýra hvað hann sé að fara með því? Þessi yfirlýsing Rolands er í besta falli hlægileg og með engu móti hægt að skilja tilgang hennar. Hann kastar aur í mína átt án þess að færa nein rök fyrir máli sínu. Það er aumur málflutningur! Ég stend fyllilega við hvert einasta orð í þessari frétt! Blessunarlega tók ég spjall okkar Rolands upp og ef hann man ekki lengur hvað hann lét út úr sér er honum guðvelkomið að kíkja til mín í kaffi og heyra aftur hvað hann sagði. Með handboltakveðju, Henry Birgir Gunnarsson, Íþróttafréttamaður Fréttablaðsins. Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Yfirlýsing Rolands Eradze Vegna þess atviks sem gerðist í leik ÍR gegn ÍBV í undanúrslitum SS bikarsins sl. laugardag vil ég taka það skýrt fram að að ég sé mikið eftir því að hafa að lokum misst stjórn mér vegna dómgæslunnar og hef þegar beðist afsökunar opinberlega á því framferði. Ég les ekki íslensku ennþá og var mjög brugðið þegar að þýtt var fyrir mig viðtal í Fréttablaðinu. Það sem eftir mér er haft þar er í mörgum atriðum rangt og harma ég mjög þann blæ sem fréttamaðurinn setur í það viðtal. Ég ber og hef alltaf borið fulla virðingu fyrir HSÍ og öllum þeim sem starfa á þeim vettvangi. Niðurstaða aganefndar HSÍ er án efa í fullu samræmi við þær reglur sem þeim er gert að fara eftir en ég þekki þær reglur ekki. Ég mun taka út mína refsingu og ítreka enn og aftur afsökun mína til allra þeirra sem ég gerði á hlut með framkomu minni í leiknum. Roland Valur EradzeHenry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins.Hari(yfirlýsing þessi var þýdd fyrir mig) Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Yfirlýsing Henrys Birgis Gunnarssonar Sökum þess að Roland Valur Eradze sér ástæðu til þess að saka mig um óvönduð vinnubrögð, og hreinlega lygar, sé ég mig knúinn til þess að svara fyrir mig. Roland segir í yfirlýsingu sinni að margt sé rangt haft eftir honum og að hann harmi þann blæ sem fréttamaðurinn setur í viðtalið. Roland ásakar mig sem sagt um lygar en sér samt enga sérstaka ástæðu til þess að tíunda hvað sé haft rangt eftir honum. Einhver hefði talið það lágmarkskröfu í slíkum málatilbúnaði. Hvað varðar ásakanir um að setja "blæ" á viðtalið skil ég heldur ekki. Spurning hvort Roland sé tilbúinn að útskýra hvað hann sé að fara með því? Þessi yfirlýsing Rolands er í besta falli hlægileg og með engu móti hægt að skilja tilgang hennar. Hann kastar aur í mína átt án þess að færa nein rök fyrir máli sínu. Það er aumur málflutningur! Ég stend fyllilega við hvert einasta orð í þessari frétt! Blessunarlega tók ég spjall okkar Rolands upp og ef hann man ekki lengur hvað hann lét út úr sér er honum guðvelkomið að kíkja til mín í kaffi og heyra aftur hvað hann sagði. Með handboltakveðju, Henry Birgir Gunnarsson, Íþróttafréttamaður Fréttablaðsins. Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Yfirlýsing Rolands Eradze Vegna þess atviks sem gerðist í leik ÍR gegn ÍBV í undanúrslitum SS bikarsins sl. laugardag vil ég taka það skýrt fram að að ég sé mikið eftir því að hafa að lokum misst stjórn mér vegna dómgæslunnar og hef þegar beðist afsökunar opinberlega á því framferði. Ég les ekki íslensku ennþá og var mjög brugðið þegar að þýtt var fyrir mig viðtal í Fréttablaðinu. Það sem eftir mér er haft þar er í mörgum atriðum rangt og harma ég mjög þann blæ sem fréttamaðurinn setur í það viðtal. Ég ber og hef alltaf borið fulla virðingu fyrir HSÍ og öllum þeim sem starfa á þeim vettvangi. Niðurstaða aganefndar HSÍ er án efa í fullu samræmi við þær reglur sem þeim er gert að fara eftir en ég þekki þær reglur ekki. Ég mun taka út mína refsingu og ítreka enn og aftur afsökun mína til allra þeirra sem ég gerði á hlut með framkomu minni í leiknum. Roland Valur EradzeHenry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins.Hari(yfirlýsing þessi var þýdd fyrir mig)
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira