Selfoss sigraði Fram
Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í handknattleik í kvöld. Selfyssingar gerðu góða ferð í höfuðborgina og sigruðu Framara með 27 mörkum gegn 25. Þá sigraði Grótta/KR Stjörnuna 28-24. Eftir leiki kvöldsins eru FH-ingar ennþá efstir með átta stig en Fram, AFturelding og Grótta/KR koma þar á eftir með fjögur. Stjarnan og Selfoss reka síðan lestina með tvö stig hvort.