Lið ÍBV kostar tugi milljóna 11. febrúar 2005 00:01 Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira