Somerfield á stórinnkaupalistann 11. febrúar 2005 00:01 Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið. Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Baugur tekur við völdum í Big Food Group í dag. Þar með hefst vinna við að skipta upp félögunum innan samstæðunnar og endurskipuleggja rekstur Iceland-keðjunnar. Þar er mikið verk óunnið. Baugur lætur ekki þar við sitja. Félagið hefur gert tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem rekur á þrettánda hundrað verslana undir merkjum Somerfield og Kwik Save. Kwik Save eru lágvöruverslanir líkt og Iceland-búðirnar en Iceland er þekktast fyrir frosin matvæli. Heildarumfang kaupanna á Somerfield er samkvæmt tilboðinu um 140 milljarðar króna með skuldum, sem er meira en umfang kaupanna á Big Food. Markaðsvirði Somerfield er samkvæmt tilboði um 119 milljarðar, en markaðsvirði Big Food var um 40 milljarðar. Somerfield er skuldléttara félag, reksturinn gengið betur og félagið er ríkt af fasteignum. Mat sérfræðinga er að kaupin á Somerfield séu því betri og áhættuminni en á Big Food. Kaupin á Big Food voru afar flókin og miklum mun flóknari en kaup á Somerfield. Sömu aðilar standa að kaupunum á Somerfield og á Big Food og því líklegt að menn sjái fyrir sér samlegð af rekstri þessara fyrirtækja. Kaup hvors um sig eru þó talin geta staðið ágætlega undir sér. Með kaupunum er Baugur kominn með tvö fyrirtæki á lágvörumarkaði í Bretlandi. Hlutdeild lágvöruverslunar í heildarmatvöruverslun í Bretlandi er talsvert lægri en á Íslandi og í til að mynda Þýskalandi og Frakklandi. Tækifæri til vaxtar gætu því reynst töluverð. Annað sem vert er að hafa í huga þegar horft er til fjárfestingar Baugs í lágvörubúðunum er að eitt af því sem takmarkar innkomu lágvöruverslana í Bretlandi er að erfitt er að koma sér fyrir á góðum stöðum með margar verslanir á einu bretti. Húsnæði er einfaldlega ekki á lausu. Keðjur eins og Alders þyrftu því að kosta miklu til að koma sér vel fyrir á markaðnum. Þar gæti legið útgönguleið fyrir íslensku fjárfestana í framtíðinni. Töluverðar líkur eru taldar á því að stjórn Somerfield taki tilboði Baugs. Núverandi stjórnendum og eigendum félagsins hefur tekist að beina rekstrinum á réttar brautir. Þeir hætta því á toppnum. Tilboðið er að því leyti vel tímasett, auk þess sem það er mun hærra en fyrri tilboð í félagið sem hefur verið hafnað. Þótt yfirtökuboðið sé á frumstigi má telja meiri líkur en minni á því að tilboðinu verði tekið.
Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira