Deilt um áhrif krónu á efnahagslíf 10. febrúar 2005 00:01 Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Verðbólgan hefur rofið efri þolmörk peningastefnu Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Miðað við verðbreytingar síðustu tólf mánaða telst verðbólgan nú vera 4,5 prósent. Deilt var um hátt gengi krónunnar og áhrif þess á efnahagslífið á Alþingi í dag. Verði verðbólgan hærri en fjögur prósent þarf Seðlabankinn að bregðast við með ákveðnum hætti samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnarinnar frá því í mars 2001. Þá þarf bankinn að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður þessa og með hvaða hætti brugðist verði við. Sú greinargerð verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir. Rætt var um stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina í utandagskrárumræðu að kröfu vinstri - grænna á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagðist hafa áhyggjur af þeirri harkalegu lendingu sem ætti eftir að verða í efnahagslífi þjóðarinnar vegna of hás gengis krónunnar nú. Hann vitnaði í greiningardeild Íslandsbanka frá 3. febrúar sem telur að verðbólgan geti farið upp í átta prósent strax á næsta ári í kjölfar yfirskots á gjaldeyrismarkaði. Gengi krónunnar sé langt yfir því gengi sem tryggi innra og ytra jafnvægi þjóðarbúsins. Steingrímur sagði að menn hefðu miklar áhyggjur af því hvernig sú harkalega lending, sem einhvern tíma yrði, yrði og hvort um algjöra brotlendingu yrði að ræða eða hvort menn slyppu með sviðna hjólbarða. Steingrímur sagði enn fremur ljóst að á meðan gengi krónunnar væri svo hátt horfði fólk fram á uppsagnir í útflutningsgreinum og störf í iðnaði hyrfu úr landi og þar á bæ sæju menn ekki annað áframhaldandi erfiðleika og gjaldþrot. Forsætisráðherra sagði að verðbólgan væri tímabundið ástand og efnahagslífið myndi standast þessa þolraun. Meginverkefni stjórnvalda á næstu árum væri að tryggja áframhaldandi stöðugleika og skapa atvinnulífinu þá rekstarumgjörð sem það þyrfti á að halda og auka kaupmátt heimilanna. Þetta væri að gerast og stöðugleikinn skipti í þessu samhengi mestu máli.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira