Þjóðverjar lögðu Svía

Tveimur leikjum í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 2 lögðu Þjóðverjar Svía, 27-22, og Tékkar höfðu betur gegn Grikkjum, 31-29, í milliriðli 1. Nú er hálfleikur í leik Túnis og Rússa og hafa Túnisar átta marka forskot, 19-11.