Innlent

Læknar fái að auglýsa

 Flutningsmaður hennar er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar.  Ágúst Ólafur kveðst telja að með gildandi auglýsingabanni sé komið í veg fyrir að almenningur geti fengið nauðsynlegar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu. Sjúklingar verða því að treysta á umtal, ímynd og orðróm þar að lútandi. Almenningur eigi oft fjölbreytilega valkosti milli lækna og heilbrigðisstofnana. Enn ríkari ástæður eru fyrir því að afnema auglýsingabann hjá tannlæknum þar sem þeir hafa frjálsa gjaldskrá. Auglýsingar um heilbrigðisþjónustu munu að sjálfsögðu vera bundnar reglum samkeppnislaga sem komi í veg fyrir rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar. Siðareglur fagfélaga leggja sömuleiðis ýmsar kröfur á sína félagsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×