Arfleifðin til munns og maga 2. febrúar 2005 00:01 Sviðnar ásjónur litlu lambanna liggja glottandi á fati á borðinu. Á öðru fati liggja klumpar sem samanstanda af gráu kjöti og ljósdöppuðum fitulögum. Á móti mér sitja tvær austurlenskar vinkonur við matarborðið - og þurfa greinilega áfallahjálp. Ég kynni þær fyrir íslensku sælkeramáltíðinni af miklu stolti; sviðum, lundaböggum, hrútspungum, lifarpylsu og blóðmör, útskýri vinnsluaðferðina við að blanda saman blóði og fitu, rek skálina með vel kæstum hákarlinum upp i andlitið á þeim og útskýri fyrir þeim að þetta sé sko "shark" sem búið er að pissa á og hengja upp í hjalla til þess að láta hann úldna. Þetta er mjög ljótur matur, segir önnur þeirra af hægð. Og mjög illa lyktandi, bætir hin við af sömu hægðinni. Kurteisar konur, sem ætla þrátt fyrir allt að smakka á íslenskri matarmenningu. Þær stinga upp í sig bita sem þær hafa skorið af hrútspungi, tyggja hægt, tvisvar, þrisvar - og tárast. Súrt? segir önnur þeirra undrandi. Alveg rétt. Ég hafði gleymt að taka það fram þegar ég var að kynna gúmmulaðið. Þær reyna bita af hrútspungi og lifrarpylsu og blóðmör og verða "frekar" undrandi yfir því að allt hafi sama bragðið. Allt súrt, nema hákarlinn. Býð þeim harðfisk sem ég hef rifið niður í skál og segi þeim að maka smjöri á hann, sem þeim finnst sérkennilegt fóður. Hafa ekki átt því að venjast að fólk graðki í sig heilu og hálfu smjörstykkjunum. Koma reyndar frá svæði sem er norðarlega í Asíu þar sem mjólkurvörur eru ekki daglegt brauð. Hafa samt þrifist ágætlega. Býð þeim hangikjöt. Útskýri að það sé reykt. Þeim líkar rauði liturinn en eru tortryggnar gagnvart "reykingunni." Það er ekki á dagskrá hjá þeim að horfa á sviðnar ásjónur litlu lambanna, hvað þá bragða á þeim. Spyrja kurteislega hvernig við hugsum samsetninguna á þessari gúrmei-hefð okkar. Allt sé súrt, kæst, reykt og sviðið; hvort ekki þurfi eitthvað sætt á móti til þess að fá jafnvægi í máltíðina - svona jin og jang. Ég rétti þeim skálina með rófustöppunni. Þær andvarpa og eru orðnar pakksaddar, horfa döprum augum á borðið. Mig grunar að þær hafi misst matarlystina og spyr hvort ég eigi að búa til saltkjöt og baunir handa þeim. Nei, þær fengu þann skelfilega rétt hjá mér síðast þegar þær komu til landsins afþví að það var á sprengidag. Þá voru þær svo yfirmáta kurteisar að þær borðuðu - að vísu mjög hægt og tóku svo afleiðingunum af stakri háttprýði. Afleiðingarnar voru þær að konurnar þembdust upp og fengu bjúg. Skildu ekki hvaðan á þær stóð veðrið (eitt af þessum eilífu veðrum sem stöðugt ganga hér yfir). Þær héldu að þær hefðu smitast af einhverjum ókennilegum sjúkdómi sem væri landlægur á norðurslóðum. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta myndi jafna sig á þremur dögum - sem það og gerði. Verstur fannst þeim sljóleikinn sem fylgdi þrútnu ástandinu. Baunasúpan var samt falleg á litinn, segir önnur þeirra, til þess að bæta fyrir þá pínlegu staðreynd að þorramatinn gátu þær ekki borðað. Hann var ljótur, illa lyktandi og vondur á bragðið. Heima hjá okkur er mikilvægt að matur sé fallegur, bætir hún við. Hann þarf að vera litríkur til þess að fanga augað. Hann þarf að ilma vel til þess að höfða til lyktarskynsins. Svo verður hann að vera dálítið brakandi og stökkur til þess að eyrað fái notið - og bragðgóður til þess að fullnægja bragðlaukunum. Matur þarf að höfða til allra skilningarvitanna. Svo borðum við með því sem þið kallið prjóna til þess að taka nógu litla bita í einu til þess að njóta bragðsins enn betur, bætir hin við til skýringar. Ég sé fyrir mér almennilegt þorrablót þar sem fólk ryðst hvert um annað þvert til þess að hrauka á diskana, þrammar með þá að borðinu sínu, hlammar sér í sætið og tekur til við að troða þessum ljóta mat í andlitið á sér til þess að ná örugglega annarri ferð áður en allt klárast. Ropar duglega - og rekur svo við í marga daga. Svo kemur sprengidagurinn og bolludagurinn með öllum sínum hveitibollum með sultu, súkkulaði og miklum, miklum rjóma. Ég reyni að útskýra fyrir mínum austurlensku vinkonum að þetta sé nú maturinn sem hafi haldið lífi í þjóðinni í gegnum aldirnar. Þessi matur, ásamt veðrinu, jarðskjálftunum, eldgosunum, frostinu og snjónum hafi mótað okkur sem þjóð. Aha, segja þær og líta hvor á aðra. Spyrja svo hvort við þurfum enn að borða þetta til að komast af. Þær eru að fara, búnar að festa mannbroddana undir skóna, komnar í hnausþykkar dúnúlpurnar, opna útidyrnar og andvarpa. Úti er rok. Það er svo erfitt, segir önnur þeirra, að ganga hér. Hálka og rok er erfið samsetning. Maður verður að einbeita sér að því hvar og hvernig maður stígur til jarðar - sem er frekar erfitt, þegar maður er að berjast við vindinn. Súsanna Svavarsdóttir -nsussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sviðnar ásjónur litlu lambanna liggja glottandi á fati á borðinu. Á öðru fati liggja klumpar sem samanstanda af gráu kjöti og ljósdöppuðum fitulögum. Á móti mér sitja tvær austurlenskar vinkonur við matarborðið - og þurfa greinilega áfallahjálp. Ég kynni þær fyrir íslensku sælkeramáltíðinni af miklu stolti; sviðum, lundaböggum, hrútspungum, lifarpylsu og blóðmör, útskýri vinnsluaðferðina við að blanda saman blóði og fitu, rek skálina með vel kæstum hákarlinum upp i andlitið á þeim og útskýri fyrir þeim að þetta sé sko "shark" sem búið er að pissa á og hengja upp í hjalla til þess að láta hann úldna. Þetta er mjög ljótur matur, segir önnur þeirra af hægð. Og mjög illa lyktandi, bætir hin við af sömu hægðinni. Kurteisar konur, sem ætla þrátt fyrir allt að smakka á íslenskri matarmenningu. Þær stinga upp í sig bita sem þær hafa skorið af hrútspungi, tyggja hægt, tvisvar, þrisvar - og tárast. Súrt? segir önnur þeirra undrandi. Alveg rétt. Ég hafði gleymt að taka það fram þegar ég var að kynna gúmmulaðið. Þær reyna bita af hrútspungi og lifrarpylsu og blóðmör og verða "frekar" undrandi yfir því að allt hafi sama bragðið. Allt súrt, nema hákarlinn. Býð þeim harðfisk sem ég hef rifið niður í skál og segi þeim að maka smjöri á hann, sem þeim finnst sérkennilegt fóður. Hafa ekki átt því að venjast að fólk graðki í sig heilu og hálfu smjörstykkjunum. Koma reyndar frá svæði sem er norðarlega í Asíu þar sem mjólkurvörur eru ekki daglegt brauð. Hafa samt þrifist ágætlega. Býð þeim hangikjöt. Útskýri að það sé reykt. Þeim líkar rauði liturinn en eru tortryggnar gagnvart "reykingunni." Það er ekki á dagskrá hjá þeim að horfa á sviðnar ásjónur litlu lambanna, hvað þá bragða á þeim. Spyrja kurteislega hvernig við hugsum samsetninguna á þessari gúrmei-hefð okkar. Allt sé súrt, kæst, reykt og sviðið; hvort ekki þurfi eitthvað sætt á móti til þess að fá jafnvægi í máltíðina - svona jin og jang. Ég rétti þeim skálina með rófustöppunni. Þær andvarpa og eru orðnar pakksaddar, horfa döprum augum á borðið. Mig grunar að þær hafi misst matarlystina og spyr hvort ég eigi að búa til saltkjöt og baunir handa þeim. Nei, þær fengu þann skelfilega rétt hjá mér síðast þegar þær komu til landsins afþví að það var á sprengidag. Þá voru þær svo yfirmáta kurteisar að þær borðuðu - að vísu mjög hægt og tóku svo afleiðingunum af stakri háttprýði. Afleiðingarnar voru þær að konurnar þembdust upp og fengu bjúg. Skildu ekki hvaðan á þær stóð veðrið (eitt af þessum eilífu veðrum sem stöðugt ganga hér yfir). Þær héldu að þær hefðu smitast af einhverjum ókennilegum sjúkdómi sem væri landlægur á norðurslóðum. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta myndi jafna sig á þremur dögum - sem það og gerði. Verstur fannst þeim sljóleikinn sem fylgdi þrútnu ástandinu. Baunasúpan var samt falleg á litinn, segir önnur þeirra, til þess að bæta fyrir þá pínlegu staðreynd að þorramatinn gátu þær ekki borðað. Hann var ljótur, illa lyktandi og vondur á bragðið. Heima hjá okkur er mikilvægt að matur sé fallegur, bætir hún við. Hann þarf að vera litríkur til þess að fanga augað. Hann þarf að ilma vel til þess að höfða til lyktarskynsins. Svo verður hann að vera dálítið brakandi og stökkur til þess að eyrað fái notið - og bragðgóður til þess að fullnægja bragðlaukunum. Matur þarf að höfða til allra skilningarvitanna. Svo borðum við með því sem þið kallið prjóna til þess að taka nógu litla bita í einu til þess að njóta bragðsins enn betur, bætir hin við til skýringar. Ég sé fyrir mér almennilegt þorrablót þar sem fólk ryðst hvert um annað þvert til þess að hrauka á diskana, þrammar með þá að borðinu sínu, hlammar sér í sætið og tekur til við að troða þessum ljóta mat í andlitið á sér til þess að ná örugglega annarri ferð áður en allt klárast. Ropar duglega - og rekur svo við í marga daga. Svo kemur sprengidagurinn og bolludagurinn með öllum sínum hveitibollum með sultu, súkkulaði og miklum, miklum rjóma. Ég reyni að útskýra fyrir mínum austurlensku vinkonum að þetta sé nú maturinn sem hafi haldið lífi í þjóðinni í gegnum aldirnar. Þessi matur, ásamt veðrinu, jarðskjálftunum, eldgosunum, frostinu og snjónum hafi mótað okkur sem þjóð. Aha, segja þær og líta hvor á aðra. Spyrja svo hvort við þurfum enn að borða þetta til að komast af. Þær eru að fara, búnar að festa mannbroddana undir skóna, komnar í hnausþykkar dúnúlpurnar, opna útidyrnar og andvarpa. Úti er rok. Það er svo erfitt, segir önnur þeirra, að ganga hér. Hálka og rok er erfið samsetning. Maður verður að einbeita sér að því hvar og hvernig maður stígur til jarðar - sem er frekar erfitt, þegar maður er að berjast við vindinn. Súsanna Svavarsdóttir -nsussa@frettabladid.is
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun