Breytinga er að vænta, segir Viggó 1. febrúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti." Íslenski handboltinn Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Sjá meira
Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Sjá meira