Hagnaður bankanna aldrei meiri 28. janúar 2005 00:01 Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira