Rússneski björninn aldrei veikari 26. janúar 2005 00:01 Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það. Íslenski handboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira