Þvílíkur klaufaskapur 25. janúar 2005 00:01 Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu. Íslenski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira