Pólitísk endalok Ingibjargar? 25. janúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira