Grikkir sigruðu Frakka

Tveir leikir eru búnir í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Rússar sigruðu Kúveit mjög örugglega 38-11, en þessar þjóðir eru með okkur íslendingum í riðli. En óvæntustu úrslitin hingað til á mótinu voru efalaust í dag þegar Grikkir sigruðu Frakka með eins marks mun, 20-19. Frakkar höfðu góð tök á leiknum en með frábærum endasprett og marki rétt fyrir lok leiksins tókst Grikkum að sigra. Nú standa yfir tveir leikir. Kanada-Túnis annars vegar og Alsír-Tékkland hins vegar. Klukkan 19:15 hefst leikur Íslendinga og Slóvena og einnig leikur Angóla og Dana.