Tríóið sem tékkaði sig inn 24. janúar 2005 00:01 Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira