Tríóið sem tékkaði sig inn 24. janúar 2005 00:01 Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira