Of fáir að skora mörkin 23. janúar 2005 00:01 Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira