Of fáir að skora mörkin 23. janúar 2005 00:01 Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið. Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, mun skoða íslenska landsliðið á HM og segja álit sitt í Fréttablaðinu. Það sem kom mér mest á óvart í byrjun þessa leiks var það hversu mikil deyfð var yfir mannskapnum. Liðið er ungt og frekar reynslulaust en það var eins og það hefði gleymst að segja þeim að þeir hefðu engu að tapa. Viggó hefur sett markið hátt fyrir keppnina en ég held að almenningur geri það ekki. Það verður ekkert allt brjálað þótt við náum ekki sjötta sæti á mótinu og mér fannst leikmenn íslenska liðsins alltof stressaðir í byrjun. Síðan þegar menn litu upp á markatöfluna í stöðunni, 29-20, fyrir Tékkum þá breyttist allt. Leikmenn gerðu sér grein fyrir því að þeir voru að skíta í buxurnar, skildu að þeir höfðu engu að tapa og þá var eins og pressan færi af mönnum. Vissulega breytti Viggó varnarlega og leikmannalega á þessum kafla en strákarnir komu sterkir inn og spiluðu þennan lokakafla frábærlega. Það sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að fjórir menn, Ólafur, Guðjón Valur, Markús Máni og Róbert, eru að skora 29 af 34 mörkum liðsins. Það verður að breytast því að það fer enginn í gegnum stórmót á fjórum mönnum í sókninni. Ég hef líka áhyggjur af varnarleiknum og verð að segja að ég hef ekkert álit á þessari 3:3 framliggjandi vörn sem Viggó er að beita. Hún mun ekki koma liðinu neitt áleiðis á stórmóti. Ég vil sjá hann spila annnað hvort 3:2:1 eða 5:1. Markús Máni stóp upp úr í íslenska liðinu. Það bjóst enginn við neinu frá vinstri vængnum en hann skilaði sex mörkum, flestum eftir einstaklingsframtak og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Ólafur, Guðjón Valur og Róbert stóðu einnig fyrir sínu en þeir eru þannig leikmenn að ég geri þær kröfur til þeirra að þeir spili líkt og þeir gerðu í dag í hverjum leik. Ég hefði viljað fá meira út úr miðjunni. Dagur fanns sig ekki og ég var nokkuð sáttur við innkomu Arnórs. Hann var ákveðinn og fylginn sér og lofar góðu. Ég hefði viljað fá fleiri mörk úr hægra horninu og Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson hefðu mátt nýta færin betur. Markvarslan var þokkaleg en markverðirnir voru ekki öfundsverðir að hafa þessa vörn fyrir framan sig. Við megum ekki gleyma okkur þrátt fyrir frábæran lokakafla. Tékkar hættu að spila sinn leik og við gengum á lagið en það er ýmislegt sem má betur fara. Ég stend enn við þá spá mína að liðið komist í milliriðil en verði ekki meðal þriggja efstu þegar þangað er komið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira