Þurfum að klípa þá og pirra 22. janúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur. Íslenski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira