Karlar hópast í kynhormónameðferð 21. janúar 2005 00:01 Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira