KB stefnir Mjólkurfélaginu 20. janúar 2005 00:01 KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira