KB stefnir Mjólkurfélaginu 20. janúar 2005 00:01 KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira