Klár eftir tvo mánuði 20. janúar 2005 00:01 Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira