Okkar riðill er spurningarmerki 20. janúar 2005 00:01 Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara. Íslenski handboltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira