Mikill léttir 19. janúar 2005 00:01 Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á." Íslenski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira
Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á."
Íslenski handboltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira