Háð dansskónum 19. janúar 2005 00:01 "Ég er mikið fyrir klassísk föt og kaupi mikið í London því ég fer þangað oft út af dansinum. Ég geri oft mjög góð kaup þar enda þekki ég borgina og er enga stund að finna mér eitthvað," segir Birna og er ekki í vafa um hvers hún gæti ekki lifað án. "Það eru dansskórnir mínir. Ég er í þeim allan daginn. Ég á tvenna, eina rauða og eina svarta, en þessir svörtu eru eldri. Þeir eru mér kærari og ég er oftar í þeim. Þeir eru með áfastar legghlífar og það er alls ekki gott að gleyma þeim heima. Þá get ég ekkert gert allan daginn." Birna hefur keypt sína dansskó í útlöndum þar sem meira úrval er af þeim. "Þetta eru dýrir og góðir skór en ég kaupi þá erlendis því þar er miklu meira úrval í litum og efni. Ég vil náttúrulega ekki eiga eins og allir hinir. Ég er líka mjög hrifin af alls konar fallegum skóm enda er gaman að vera í þeim." Dansskóli Birnu er kominn á fullt skrið og greinilegt er að Birna er ástfangin af dansinum. "Þetta er svo góð hreyfing og útrás og afskaplega góður félagsskapur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri við í skólann með hverju árinu og það er greinilega mikill áhugi hjá öllum aldurshópum fyrir dansi." Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég er mikið fyrir klassísk föt og kaupi mikið í London því ég fer þangað oft út af dansinum. Ég geri oft mjög góð kaup þar enda þekki ég borgina og er enga stund að finna mér eitthvað," segir Birna og er ekki í vafa um hvers hún gæti ekki lifað án. "Það eru dansskórnir mínir. Ég er í þeim allan daginn. Ég á tvenna, eina rauða og eina svarta, en þessir svörtu eru eldri. Þeir eru mér kærari og ég er oftar í þeim. Þeir eru með áfastar legghlífar og það er alls ekki gott að gleyma þeim heima. Þá get ég ekkert gert allan daginn." Birna hefur keypt sína dansskó í útlöndum þar sem meira úrval er af þeim. "Þetta eru dýrir og góðir skór en ég kaupi þá erlendis því þar er miklu meira úrval í litum og efni. Ég vil náttúrulega ekki eiga eins og allir hinir. Ég er líka mjög hrifin af alls konar fallegum skóm enda er gaman að vera í þeim." Dansskóli Birnu er kominn á fullt skrið og greinilegt er að Birna er ástfangin af dansinum. "Þetta er svo góð hreyfing og útrás og afskaplega góður félagsskapur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri við í skólann með hverju árinu og það er greinilega mikill áhugi hjá öllum aldurshópum fyrir dansi."
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira