Háð dansskónum 19. janúar 2005 00:01 "Ég er mikið fyrir klassísk föt og kaupi mikið í London því ég fer þangað oft út af dansinum. Ég geri oft mjög góð kaup þar enda þekki ég borgina og er enga stund að finna mér eitthvað," segir Birna og er ekki í vafa um hvers hún gæti ekki lifað án. "Það eru dansskórnir mínir. Ég er í þeim allan daginn. Ég á tvenna, eina rauða og eina svarta, en þessir svörtu eru eldri. Þeir eru mér kærari og ég er oftar í þeim. Þeir eru með áfastar legghlífar og það er alls ekki gott að gleyma þeim heima. Þá get ég ekkert gert allan daginn." Birna hefur keypt sína dansskó í útlöndum þar sem meira úrval er af þeim. "Þetta eru dýrir og góðir skór en ég kaupi þá erlendis því þar er miklu meira úrval í litum og efni. Ég vil náttúrulega ekki eiga eins og allir hinir. Ég er líka mjög hrifin af alls konar fallegum skóm enda er gaman að vera í þeim." Dansskóli Birnu er kominn á fullt skrið og greinilegt er að Birna er ástfangin af dansinum. "Þetta er svo góð hreyfing og útrás og afskaplega góður félagsskapur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri við í skólann með hverju árinu og það er greinilega mikill áhugi hjá öllum aldurshópum fyrir dansi." Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég er mikið fyrir klassísk föt og kaupi mikið í London því ég fer þangað oft út af dansinum. Ég geri oft mjög góð kaup þar enda þekki ég borgina og er enga stund að finna mér eitthvað," segir Birna og er ekki í vafa um hvers hún gæti ekki lifað án. "Það eru dansskórnir mínir. Ég er í þeim allan daginn. Ég á tvenna, eina rauða og eina svarta, en þessir svörtu eru eldri. Þeir eru mér kærari og ég er oftar í þeim. Þeir eru með áfastar legghlífar og það er alls ekki gott að gleyma þeim heima. Þá get ég ekkert gert allan daginn." Birna hefur keypt sína dansskó í útlöndum þar sem meira úrval er af þeim. "Þetta eru dýrir og góðir skór en ég kaupi þá erlendis því þar er miklu meira úrval í litum og efni. Ég vil náttúrulega ekki eiga eins og allir hinir. Ég er líka mjög hrifin af alls konar fallegum skóm enda er gaman að vera í þeim." Dansskóli Birnu er kominn á fullt skrið og greinilegt er að Birna er ástfangin af dansinum. "Þetta er svo góð hreyfing og útrás og afskaplega góður félagsskapur. Það bætast alltaf fleiri og fleiri við í skólann með hverju árinu og það er greinilega mikill áhugi hjá öllum aldurshópum fyrir dansi."
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira