Landsfundur Samfylkingar í vor 14. janúar 2005 00:01 Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira