Verðbólgan að sprengja þolmörkin 14. janúar 2005 00:01 Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira