Minni viðskiptahalli 12. janúar 2005 00:01 Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira