Fitnessdrottning opnar fataskápinn 12. janúar 2005 00:01 "Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Um helgar reynir hún þó að breyta til og fer í til dæmis í gallabuxur og kúrekastígvél. "Ég hef alltaf fylgst mikið með tískunni og reyni að tolla í henni og ég held að ósjálfrátt geri það flestir. Ég geng afar sjaldan í gallabuxum en þegar ég geri það fæ ég oft að heyra að ég sé svo fín," segir Freyja brosandi. Freyja vann bæði bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn í galaxy fitnes á síðasta ári. "Auðvitað stefni ég á sigur þetta ár líka. Að minnsta kosti ætla ég að gera mitt besta, það er mottóið." Sonur Freyju, Jökull Máni, var aðeins 5 mánaða þegar hún vann bikarmeistarann. "Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að mér myndi ganga svona vel en Jökull Máni var svo stór og mikill og hjálpaði mömmu sinni að grennast." Freyja hafði alltaf verið í fimleikum en snéri sér að fitness þegar hún var á átjánda ári. "Það ár vann ég mitt fyrsta mót og nú er þetta orðið að lífstíl. Áður en langt um leið var öll fjölskyldan farin að æfa enda er þetta svo smitandi. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa enda hreyfði ég mig fram á síðasta dag meðgöngunnar og í rauninni er ég ekki íbúðarhæf án hreyfingar því hreyfingarleysi fer mjög í skapið á mér." Samkvæmt Freyju geta allir stundað líkamsrækt. Galdurinn sé að finna hreyfingu við hæfi. "Það þarf ekkert endilega að vera inni á líkamsræktarstöðvunum, það er líka hægt að fara út að ganga, á skíði eða á skauta. Fyrst og fremst þarf að setja sér markmið og það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með til að læra að beita sér rétt. Það er aldrei of seint að byrja enda hef ég verið með sextugar konur sem hafa náð prýðis árangri." Lestu ítarlegt viðtal við Freyju og skoðu fullt af myndum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Heilsa Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
"Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Um helgar reynir hún þó að breyta til og fer í til dæmis í gallabuxur og kúrekastígvél. "Ég hef alltaf fylgst mikið með tískunni og reyni að tolla í henni og ég held að ósjálfrátt geri það flestir. Ég geng afar sjaldan í gallabuxum en þegar ég geri það fæ ég oft að heyra að ég sé svo fín," segir Freyja brosandi. Freyja vann bæði bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn í galaxy fitnes á síðasta ári. "Auðvitað stefni ég á sigur þetta ár líka. Að minnsta kosti ætla ég að gera mitt besta, það er mottóið." Sonur Freyju, Jökull Máni, var aðeins 5 mánaða þegar hún vann bikarmeistarann. "Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að mér myndi ganga svona vel en Jökull Máni var svo stór og mikill og hjálpaði mömmu sinni að grennast." Freyja hafði alltaf verið í fimleikum en snéri sér að fitness þegar hún var á átjánda ári. "Það ár vann ég mitt fyrsta mót og nú er þetta orðið að lífstíl. Áður en langt um leið var öll fjölskyldan farin að æfa enda er þetta svo smitandi. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa enda hreyfði ég mig fram á síðasta dag meðgöngunnar og í rauninni er ég ekki íbúðarhæf án hreyfingar því hreyfingarleysi fer mjög í skapið á mér." Samkvæmt Freyju geta allir stundað líkamsrækt. Galdurinn sé að finna hreyfingu við hæfi. "Það þarf ekkert endilega að vera inni á líkamsræktarstöðvunum, það er líka hægt að fara út að ganga, á skíði eða á skauta. Fyrst og fremst þarf að setja sér markmið og það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með til að læra að beita sér rétt. Það er aldrei of seint að byrja enda hef ég verið með sextugar konur sem hafa náð prýðis árangri." Lestu ítarlegt viðtal við Freyju og skoðu fullt af myndum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Heilsa Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira