Fitnessdrottning opnar fataskápinn 12. janúar 2005 00:01 "Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Um helgar reynir hún þó að breyta til og fer í til dæmis í gallabuxur og kúrekastígvél. "Ég hef alltaf fylgst mikið með tískunni og reyni að tolla í henni og ég held að ósjálfrátt geri það flestir. Ég geng afar sjaldan í gallabuxum en þegar ég geri það fæ ég oft að heyra að ég sé svo fín," segir Freyja brosandi. Freyja vann bæði bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn í galaxy fitnes á síðasta ári. "Auðvitað stefni ég á sigur þetta ár líka. Að minnsta kosti ætla ég að gera mitt besta, það er mottóið." Sonur Freyju, Jökull Máni, var aðeins 5 mánaða þegar hún vann bikarmeistarann. "Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að mér myndi ganga svona vel en Jökull Máni var svo stór og mikill og hjálpaði mömmu sinni að grennast." Freyja hafði alltaf verið í fimleikum en snéri sér að fitness þegar hún var á átjánda ári. "Það ár vann ég mitt fyrsta mót og nú er þetta orðið að lífstíl. Áður en langt um leið var öll fjölskyldan farin að æfa enda er þetta svo smitandi. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa enda hreyfði ég mig fram á síðasta dag meðgöngunnar og í rauninni er ég ekki íbúðarhæf án hreyfingar því hreyfingarleysi fer mjög í skapið á mér." Samkvæmt Freyju geta allir stundað líkamsrækt. Galdurinn sé að finna hreyfingu við hæfi. "Það þarf ekkert endilega að vera inni á líkamsræktarstöðvunum, það er líka hægt að fara út að ganga, á skíði eða á skauta. Fyrst og fremst þarf að setja sér markmið og það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með til að læra að beita sér rétt. Það er aldrei of seint að byrja enda hef ég verið með sextugar konur sem hafa náð prýðis árangri." Lestu ítarlegt viðtal við Freyju og skoðu fullt af myndum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Heilsa Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Maðurinn minn er duglegur að kaupa handa mér föt enda þekkir hann mig vel og veit alveg hvað ég vil," segir fitness drottningin Freyja Sigurðardóttir. Freyja gengur aðallega í íþróttafötum enda æfir hún daginn út og daginn inn auk þess sem hún starfar sem einkaþjálfari í Perlunni í Keflavík. Um helgar reynir hún þó að breyta til og fer í til dæmis í gallabuxur og kúrekastígvél. "Ég hef alltaf fylgst mikið með tískunni og reyni að tolla í henni og ég held að ósjálfrátt geri það flestir. Ég geng afar sjaldan í gallabuxum en þegar ég geri það fæ ég oft að heyra að ég sé svo fín," segir Freyja brosandi. Freyja vann bæði bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn í galaxy fitnes á síðasta ári. "Auðvitað stefni ég á sigur þetta ár líka. Að minnsta kosti ætla ég að gera mitt besta, það er mottóið." Sonur Freyju, Jökull Máni, var aðeins 5 mánaða þegar hún vann bikarmeistarann. "Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að mér myndi ganga svona vel en Jökull Máni var svo stór og mikill og hjálpaði mömmu sinni að grennast." Freyja hafði alltaf verið í fimleikum en snéri sér að fitness þegar hún var á átjánda ári. "Það ár vann ég mitt fyrsta mót og nú er þetta orðið að lífstíl. Áður en langt um leið var öll fjölskyldan farin að æfa enda er þetta svo smitandi. Ég get ekki hugsað mér að hætta að æfa enda hreyfði ég mig fram á síðasta dag meðgöngunnar og í rauninni er ég ekki íbúðarhæf án hreyfingar því hreyfingarleysi fer mjög í skapið á mér." Samkvæmt Freyju geta allir stundað líkamsrækt. Galdurinn sé að finna hreyfingu við hæfi. "Það þarf ekkert endilega að vera inni á líkamsræktarstöðvunum, það er líka hægt að fara út að ganga, á skíði eða á skauta. Fyrst og fremst þarf að setja sér markmið og það er mjög sniðugt að fá sér einkaþjálfara til að byrja með til að læra að beita sér rétt. Það er aldrei of seint að byrja enda hef ég verið með sextugar konur sem hafa náð prýðis árangri." Lestu ítarlegt viðtal við Freyju og skoðu fullt af myndum í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Heilsa Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira