Forsetinn hafi áfram málskotsrétt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2005 00:01 Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar