Hagræn áhrif á orðanotkun 10. janúar 2005 00:01 Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-)
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun