Gallup stendur við könnunina 10. janúar 2005 00:01 IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira