Gallup stendur við könnunina 10. janúar 2005 00:01 IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira