Stjarnan komst áfram 9. janúar 2005 00:01 Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sjá meira
Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lélegt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferðinni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrkneska liðið. Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst með sjö mörk og Anna Blöndal, fyrirliði liðsins, skoraði sex en annars lék Stjörnuliðið eins vel og það þurfti í þessum leik. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. "Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelpurnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitunum," sagði Erlendur en dregið verður á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti