Danir og Serbar skildu jafnir

Ýmsar af bestu handknattleiksþjóðum heims undirbúa sig nú fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23. janúar. Danir og Serbar áttust við á undirbúningsmóti í Frakklandi í gærkvöld og skildu jafnir, 27-27. Á sama móti lögðu Frakkar Grikki örugglega, 31-22.