Reynt að ná í Garcia um helgina

Beðið verður fram yfir helgi með að taka ákvörðun um hvort Jaliesky Garica, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, verði með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis í lok mánaðarins. Írekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að ná í kappann á Kúbu til að fá svör um hvort hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið. Láti Garcia ekki vita af sér mun Valsmaðurinn Vilhjálmur Halldórsson taka stöðu hans í liðinu, en Garcia þurfti að fara til Kúbu vegna andláts föður síns.