Hvað varð um samúð okkar? 6. janúar 2005 00:01 Þeim gleymist oft sem girnast söng og dans að ganga hljótt hjá verkamannsins kofa... Ó, hafið lágt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreyttu barni að sofa, eru ljóðlínur sem fylltu mig endurtekinni depurð þegar ég var barn. Þær lýstu svo napurri hlið á okkur mannfólkinu. Þeirri staðreynd að skeytingarleysi okkar og skortur á samúð væru svo skýr að slíkt rataði alla leið inn í sjálft ljóðformið. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég leit á forsíðu Politiken fyrr í vikunni þar sem gaf að líta mynd af nánast allsnöktu pari á sólarströnd í Taílandi. Þau höfðu flatt úr sér á litlum bletti sem búið var að hreinsa en allt í kring voru haugar af drasli, brotnum og lemstruðum minjum um mannlíf sem var til á þessum sama stað fyrir einni lykkjustund eða svo. Að vísu búið að hreinsa líkin burt en eins víst að í haugunum mætti enn finna fingur, tær, augu, eða eitthvað smálegt af barni, móður, föður sem ennþá er saknað eða þegar búið að dysja. Það var að vísu ekki tekið fram hverrar þjóðar parið var en gat allt eins verið íslenskt, því eins og við vitum voru ósköpin vart gengin yfir þegar íslenskar ferðaskrifstofur ferjuðu þotufarma að eftirvæntingarfullum ferðalöngum og útskriftarnemum frá landinu kalda til Taílands til að djamma og djúsa, sleikja sólina og væntanlega versla. "Money makes the World go around," eins og segir í gömlu orðatiltæki sem gert hefur verið ódauðlegt í söngleiknum Cabaret - og þýðir beinlínis að peningar stjórni því að jörðin snúist. Cabaret fjallar um gleðilífið í Berlín mitt í hörmungum seinni heimsstyrjaldarinnar, svo það er ekkert séríslenskt fyrirbæri að fólki sé slétt sama um það sem er að gerast í kringum það. Og ekki má skaða ferðaiðnaðinn meira að sinni. Nóg er að gert með hryðjuverkum og náttúruhamförum. Showið verður að halda áfram og því engin ástæða til annars en að flytja múg og margmenni á sólarstrendur sem hönd dauðans strauk yfir rétt í þessu, fletja úr sér innan um hjálparsveitir sem standa ráðþrota frammi fyrir eyðileggingunni, hundruðum þúsunda munaðarlausra barna, foreldrum sem eru sturlaðir af sorg yfir því að finna ekki börnin sín - og vonleysinu sem vex með degi hverjum. Við eigum auðvitað rétt á því að dansa á þeim blettum í heiminum sem hundrað og fimmtíu til tvö hundruð þúsund manns hafa dáið, eða eins og einn ferðamaður sem talað var við í sjónvarpinu sagði: "Hva, ég er lifandi. Ég veit ekki nema ég verði næstur og því eins gott að hafa það skemmtilegt á meðan ég er hér." Maðurinn sat inni á bar og fyrir utan voru hjálparsveitir að sveipa lík og bera þau burtu á börum. Maðurinn blimskakkaði ekki einu sinni auga að glugganum, heldur lyfti bjórkönnu sinni, glotti ögrandi og fékk sér gúlsopa. Það var lagið. Fyrstu farmarnir af íslensku djammliði hét héðan til Taílands strax 28. og 29. desember, dagana sem fyrst var farið að tala um það í heimspressunni að í kjölfar hörmunganna óttuðust þeir sem þekkja afleiðingar hörmunga að upp myndu spretta farsóttir á borð við taugaveiki, kóleru og mislinga. Þeir sem vinna við hjálparstörf vita af þeirri ógn en leggja samt líf sitt að veði til þess að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Það er fórnfýsi. Hinir, sem eiga rétt á að djamma, leggja líf sitt líka að veði til þess að framfylgja rétti sínum - en það gleymist að þeir eru um leið að stofna lífi og heilsu samborgara sinna í hættu því þeir sem eru á þvælingi þar sem drepsótta er von, flytja þær með sér um heiminn. Það er heimska. Það er augljóslega lítið sem við getum gert við skorti mannkynsins á samúð í garð þeirra sem eru þessa dagana að ganga í gegnum ofurmannlegar raunir - en við getum gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þær raunir dreifist um heim allan af einskærri heimsku, kæruleysi og græðgi. Þótt við lifum á tímum þar sem við eigum endalausan rétt á öllu því sem hégómi okkar girnist, höfum við skyldum að gegna gagnvart mannlegu samfélagi hvar sem er í heiminum. Að vísu er ekkert afl sem heldur þeirri skyldu að okkur, hvorki í stjórnmála-, efnahags- eða fjölmiðlageiranum þar sem allt snýst um hversu mikið hinir og þessir eru að græða. Duga þær hörmungar sem standa yfir virkilega ekki til þess að vekja okkur af dvalanum þannig að við finnum til samlíðunar með bræðrum okkar og systrum hvar í heimi sem er? Súsanna Svavarsdóttir, sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Þeim gleymist oft sem girnast söng og dans að ganga hljótt hjá verkamannsins kofa... Ó, hafið lágt við litla gluggann hans og lofið dagsins þreyttu barni að sofa, eru ljóðlínur sem fylltu mig endurtekinni depurð þegar ég var barn. Þær lýstu svo napurri hlið á okkur mannfólkinu. Þeirri staðreynd að skeytingarleysi okkar og skortur á samúð væru svo skýr að slíkt rataði alla leið inn í sjálft ljóðformið. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég leit á forsíðu Politiken fyrr í vikunni þar sem gaf að líta mynd af nánast allsnöktu pari á sólarströnd í Taílandi. Þau höfðu flatt úr sér á litlum bletti sem búið var að hreinsa en allt í kring voru haugar af drasli, brotnum og lemstruðum minjum um mannlíf sem var til á þessum sama stað fyrir einni lykkjustund eða svo. Að vísu búið að hreinsa líkin burt en eins víst að í haugunum mætti enn finna fingur, tær, augu, eða eitthvað smálegt af barni, móður, föður sem ennþá er saknað eða þegar búið að dysja. Það var að vísu ekki tekið fram hverrar þjóðar parið var en gat allt eins verið íslenskt, því eins og við vitum voru ósköpin vart gengin yfir þegar íslenskar ferðaskrifstofur ferjuðu þotufarma að eftirvæntingarfullum ferðalöngum og útskriftarnemum frá landinu kalda til Taílands til að djamma og djúsa, sleikja sólina og væntanlega versla. "Money makes the World go around," eins og segir í gömlu orðatiltæki sem gert hefur verið ódauðlegt í söngleiknum Cabaret - og þýðir beinlínis að peningar stjórni því að jörðin snúist. Cabaret fjallar um gleðilífið í Berlín mitt í hörmungum seinni heimsstyrjaldarinnar, svo það er ekkert séríslenskt fyrirbæri að fólki sé slétt sama um það sem er að gerast í kringum það. Og ekki má skaða ferðaiðnaðinn meira að sinni. Nóg er að gert með hryðjuverkum og náttúruhamförum. Showið verður að halda áfram og því engin ástæða til annars en að flytja múg og margmenni á sólarstrendur sem hönd dauðans strauk yfir rétt í þessu, fletja úr sér innan um hjálparsveitir sem standa ráðþrota frammi fyrir eyðileggingunni, hundruðum þúsunda munaðarlausra barna, foreldrum sem eru sturlaðir af sorg yfir því að finna ekki börnin sín - og vonleysinu sem vex með degi hverjum. Við eigum auðvitað rétt á því að dansa á þeim blettum í heiminum sem hundrað og fimmtíu til tvö hundruð þúsund manns hafa dáið, eða eins og einn ferðamaður sem talað var við í sjónvarpinu sagði: "Hva, ég er lifandi. Ég veit ekki nema ég verði næstur og því eins gott að hafa það skemmtilegt á meðan ég er hér." Maðurinn sat inni á bar og fyrir utan voru hjálparsveitir að sveipa lík og bera þau burtu á börum. Maðurinn blimskakkaði ekki einu sinni auga að glugganum, heldur lyfti bjórkönnu sinni, glotti ögrandi og fékk sér gúlsopa. Það var lagið. Fyrstu farmarnir af íslensku djammliði hét héðan til Taílands strax 28. og 29. desember, dagana sem fyrst var farið að tala um það í heimspressunni að í kjölfar hörmunganna óttuðust þeir sem þekkja afleiðingar hörmunga að upp myndu spretta farsóttir á borð við taugaveiki, kóleru og mislinga. Þeir sem vinna við hjálparstörf vita af þeirri ógn en leggja samt líf sitt að veði til þess að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Það er fórnfýsi. Hinir, sem eiga rétt á að djamma, leggja líf sitt líka að veði til þess að framfylgja rétti sínum - en það gleymist að þeir eru um leið að stofna lífi og heilsu samborgara sinna í hættu því þeir sem eru á þvælingi þar sem drepsótta er von, flytja þær með sér um heiminn. Það er heimska. Það er augljóslega lítið sem við getum gert við skorti mannkynsins á samúð í garð þeirra sem eru þessa dagana að ganga í gegnum ofurmannlegar raunir - en við getum gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þær raunir dreifist um heim allan af einskærri heimsku, kæruleysi og græðgi. Þótt við lifum á tímum þar sem við eigum endalausan rétt á öllu því sem hégómi okkar girnist, höfum við skyldum að gegna gagnvart mannlegu samfélagi hvar sem er í heiminum. Að vísu er ekkert afl sem heldur þeirri skyldu að okkur, hvorki í stjórnmála-, efnahags- eða fjölmiðlageiranum þar sem allt snýst um hversu mikið hinir og þessir eru að græða. Duga þær hörmungar sem standa yfir virkilega ekki til þess að vekja okkur af dvalanum þannig að við finnum til samlíðunar með bræðrum okkar og systrum hvar í heimi sem er? Súsanna Svavarsdóttir, sussa@frettabladid.is
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun