Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira