Hannes og andlega spektin 3. desember 2005 05:30 Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun