Hvar liggur hundurinn grafinn? 29. nóvember 2005 05:00 Lög sem kveða á um jafna stöðu karla og kvenna og þar með launajafnrétti kynjanna hafa verið í gildi hér á Íslandi í áraraðir en þrátt fyrir lögin búum við enn í dag við sannanlegan kynbundinn launamun. Ítrekaðar kannanir leiða í ljós tug prósenta mun á almennum atvinnutekjum kynjanna og óskýranlegur kynbundinn launamun reiknast á bilinu 7 til 18 prósent konum í óhag. Lögin um fæðingarorlof voru mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. En því miður er hér enn viðvarandi óásættanlegur kynbundinn launamunur sem tvímælalaust er helsta baráttumál okkar í jafnréttismálum í dag. Í lögunum er fjallað um að konur og karlar eigi að njóta sömu launa og almennra kjara. Jafn verðmæt og sambærileg störf skulu lögð að jöfnu - óháð kyni þess er störfin innir af hendi. Hugur og hönd karla og kvenna eiga að vera jafn verðmæt. Þegar störf eru metin til launa verður að tryggja að kynin sitji við sama borð og það má ekki gleymast að það er ekkert í lögunum sem bannar tímabundnar sértækar aðgerðir til að ná settum jöfnuði. Sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf - hver er ekki sammála þeim grundvallarmannréttindum? Þegar ég velti fyrir mér þessum sjálfsögðu kröfum vakna ýmsar áleitnar spurningar. Hver og hvernig á að framfylgja núgildandi jafnréttislögum? Er tímabært að endurskoða þau, skýra og skerpa eða getum við náð fram markmiðum þeirra eftir nýjum leiðum? - Hver er ábyrgð atvinnurekenda, stéttarfélaga og launþega sjálfra? - Er lausnin sérstök starfsmatskerfi við launaákvarðanir? - Þarf að afnema launaleynd; hamlar hún framgangi laganna um jöfn kjör kynjanna? - Er löggjöfin á Íslandi í samræmi við sambærilega löggjöf í Evrópusambandinu? - Liggur hundurinn grafinn hjá okkur konum? - Kemur hér til mismundandi sjálfsímynd og gildismat kynjanna? - Er lausnin að draga úr kynbundnum vinnumarkaði; og ef svo er hvaða leiðir eru þá færar? - Er hægt að nýta kjarasamninga betur til þess að ná fram launajafnrétti? - Er farið framhjá jafnréttislögum við gerð ráðningasamninga og í launasamtölum starfsmanna og vinnuveitenda? - Er lausnin sú að hamra enn frekar á nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir setji sér virkar jafnréttisáætlanir? - Geta svörin við þessum spurningum fært okkur nær því sem liggur að baki launamun kynjanna og þar með fært okkur skrefinu nær settu marki? Æ algengara er að starfsmenn á almennum vinnumarkaði semji beint við vinnuveitendur um kaup og kjör. Umsamdir launataxtar stéttarfélaga og viðsemjenda eru því í raun lágmarksviðmið. Í fyrrgreindum lögum um launajafnrétti er talað um sömu laun fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Vandinn er að verðleggja og bera saman ólík störf. Hvaða störf eru jafnverðmæt? Hér kemur til ráðandi gildismat í samfélaginu, hefðir og venjur. Við vitum að störf sem unnin eru fyrst og fremst af körlum vega þyngra í samanburði en hefðbundin kvennastörf. Mælistikan er inngróin í samfélagið, konur jafnt sem karla. Kona semur um lægri laun en karlkyns samstarfsmaður hennar sem vinnur sama eða sambærilegt starf og oftar en ekki er konan grandalaus um kjör samstarfsmannsins. Því má segja að það séu aðeins æðstu stjórnendur sem hafa raunverulega heildarmynd af launadreifingu í fyrirtækjum og stofnunum. Það er athyglisvert að fylgjast með starfsmatskerfum sem notuð eru hér á landi. Mér finnst áhugavert og nauðsynlegt að kanna hvort dregið hafi úr kynbundnum launamun þar sem starfsmatskerfi eru notuð. En eitt af markmiðum með því að meta störf starfsmanna með eins hlutlausum hætti og starfsmatskerfin bjóða upp á var einmitt að draga úr kynbundnum launamun og framfylgja þar með lögum um launajafnrétti. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og kynin lifa í tveimur ólíkum heimum og viðmiðin hvað varðar launakjör allt önnur. Það er mín tilfinning að konur beri sig almennt lítið sem ekkert saman við karlavinnustaði. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um "kvennastörf" og "karlastörf", störf sem snúa að menntun, uppeldi og ummönnun og störf þar sem verið er að sýsla með peninga og vélar. Því þarf að vinna markvisst að jafnréttisfræðslu og náms- og starfsfræðslu meðal ungs fólks. Einnig þarf að kynna ólík störf í samfélaginu á öllum skólastigum. Það þarf að vinna markvisst gegn fordómum, benda á fyrirmyndir og leggja fyrir nemendur áhugasviðskannanir. Ekki má gleyma því hve konur hafa lítil völd og áhrif á íslenskum vinnumarkaði. Ég vil trúa því að ef fleiri konur sætu við stjórnvölinn í fyrirtækjum og stofnunum, sætu í áhrifamiklum nefndum og ráðum hefði það áhrif til launajöfnunar. Því er það forgangsmál að fjölga konum í ábyrgðarstörfum og koma þar með skoðunum þeirra og viðhorfum inn á stjórnarfundi og að þeim borðum þar sem ákvarðanir um mannaráðningar og kaup og kjör eru teknar. Auðvitað hafa stjórnvöld ákveðna upplýsinga- og eftirlitsskyldu. Nú á að endurtaka könnun sem gerð var 1995 á launamyndun og kynbundnum launamun. Kannaðir verða eins og áður þættir sem hafa áhrif á laun og starfsframa kvenna og karla. Einnig á að kanna sérstaklega áhrif nýrra foreldraorlofslaga. Undirbúningsvinna er hafin og er Jafnréttisráð samstarfsaðili Félagsmálaráðuneytis í báðum þessum verkefnum. Félagsmálaráðherra hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem á að forma grunn að "jafnréttisvottun" fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég bind vonir við þessa hugmynd enda ætti það að vera keppikefli stjórnenda að fá slíka vottun. Síðar í vetur hefur Jafnréttisráð áformað að kanna sérstaklega hve oft fólk skiptir um störf. Það er áhugavert að kanna hvað liggi að baki því að fólk færir sig á milli vinnustaða. Sérstaklega þarf að skoða hvort munur sé á milli kynja. Spila hér fyrst og fremst inn í betri kaup og kjör, starfsframi eða vinnutími? Með vorinu kemur Jafnréttisráð til með að kynna niðurstöður þessarar vinnu. Höfundur er formaður Jafnréttisráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Lög sem kveða á um jafna stöðu karla og kvenna og þar með launajafnrétti kynjanna hafa verið í gildi hér á Íslandi í áraraðir en þrátt fyrir lögin búum við enn í dag við sannanlegan kynbundinn launamun. Ítrekaðar kannanir leiða í ljós tug prósenta mun á almennum atvinnutekjum kynjanna og óskýranlegur kynbundinn launamun reiknast á bilinu 7 til 18 prósent konum í óhag. Lögin um fæðingarorlof voru mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. En því miður er hér enn viðvarandi óásættanlegur kynbundinn launamunur sem tvímælalaust er helsta baráttumál okkar í jafnréttismálum í dag. Í lögunum er fjallað um að konur og karlar eigi að njóta sömu launa og almennra kjara. Jafn verðmæt og sambærileg störf skulu lögð að jöfnu - óháð kyni þess er störfin innir af hendi. Hugur og hönd karla og kvenna eiga að vera jafn verðmæt. Þegar störf eru metin til launa verður að tryggja að kynin sitji við sama borð og það má ekki gleymast að það er ekkert í lögunum sem bannar tímabundnar sértækar aðgerðir til að ná settum jöfnuði. Sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf - hver er ekki sammála þeim grundvallarmannréttindum? Þegar ég velti fyrir mér þessum sjálfsögðu kröfum vakna ýmsar áleitnar spurningar. Hver og hvernig á að framfylgja núgildandi jafnréttislögum? Er tímabært að endurskoða þau, skýra og skerpa eða getum við náð fram markmiðum þeirra eftir nýjum leiðum? - Hver er ábyrgð atvinnurekenda, stéttarfélaga og launþega sjálfra? - Er lausnin sérstök starfsmatskerfi við launaákvarðanir? - Þarf að afnema launaleynd; hamlar hún framgangi laganna um jöfn kjör kynjanna? - Er löggjöfin á Íslandi í samræmi við sambærilega löggjöf í Evrópusambandinu? - Liggur hundurinn grafinn hjá okkur konum? - Kemur hér til mismundandi sjálfsímynd og gildismat kynjanna? - Er lausnin að draga úr kynbundnum vinnumarkaði; og ef svo er hvaða leiðir eru þá færar? - Er hægt að nýta kjarasamninga betur til þess að ná fram launajafnrétti? - Er farið framhjá jafnréttislögum við gerð ráðningasamninga og í launasamtölum starfsmanna og vinnuveitenda? - Er lausnin sú að hamra enn frekar á nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir setji sér virkar jafnréttisáætlanir? - Geta svörin við þessum spurningum fært okkur nær því sem liggur að baki launamun kynjanna og þar með fært okkur skrefinu nær settu marki? Æ algengara er að starfsmenn á almennum vinnumarkaði semji beint við vinnuveitendur um kaup og kjör. Umsamdir launataxtar stéttarfélaga og viðsemjenda eru því í raun lágmarksviðmið. Í fyrrgreindum lögum um launajafnrétti er talað um sömu laun fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Vandinn er að verðleggja og bera saman ólík störf. Hvaða störf eru jafnverðmæt? Hér kemur til ráðandi gildismat í samfélaginu, hefðir og venjur. Við vitum að störf sem unnin eru fyrst og fremst af körlum vega þyngra í samanburði en hefðbundin kvennastörf. Mælistikan er inngróin í samfélagið, konur jafnt sem karla. Kona semur um lægri laun en karlkyns samstarfsmaður hennar sem vinnur sama eða sambærilegt starf og oftar en ekki er konan grandalaus um kjör samstarfsmannsins. Því má segja að það séu aðeins æðstu stjórnendur sem hafa raunverulega heildarmynd af launadreifingu í fyrirtækjum og stofnunum. Það er athyglisvert að fylgjast með starfsmatskerfum sem notuð eru hér á landi. Mér finnst áhugavert og nauðsynlegt að kanna hvort dregið hafi úr kynbundnum launamun þar sem starfsmatskerfi eru notuð. En eitt af markmiðum með því að meta störf starfsmanna með eins hlutlausum hætti og starfsmatskerfin bjóða upp á var einmitt að draga úr kynbundnum launamun og framfylgja þar með lögum um launajafnrétti. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og kynin lifa í tveimur ólíkum heimum og viðmiðin hvað varðar launakjör allt önnur. Það er mín tilfinning að konur beri sig almennt lítið sem ekkert saman við karlavinnustaði. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um "kvennastörf" og "karlastörf", störf sem snúa að menntun, uppeldi og ummönnun og störf þar sem verið er að sýsla með peninga og vélar. Því þarf að vinna markvisst að jafnréttisfræðslu og náms- og starfsfræðslu meðal ungs fólks. Einnig þarf að kynna ólík störf í samfélaginu á öllum skólastigum. Það þarf að vinna markvisst gegn fordómum, benda á fyrirmyndir og leggja fyrir nemendur áhugasviðskannanir. Ekki má gleyma því hve konur hafa lítil völd og áhrif á íslenskum vinnumarkaði. Ég vil trúa því að ef fleiri konur sætu við stjórnvölinn í fyrirtækjum og stofnunum, sætu í áhrifamiklum nefndum og ráðum hefði það áhrif til launajöfnunar. Því er það forgangsmál að fjölga konum í ábyrgðarstörfum og koma þar með skoðunum þeirra og viðhorfum inn á stjórnarfundi og að þeim borðum þar sem ákvarðanir um mannaráðningar og kaup og kjör eru teknar. Auðvitað hafa stjórnvöld ákveðna upplýsinga- og eftirlitsskyldu. Nú á að endurtaka könnun sem gerð var 1995 á launamyndun og kynbundnum launamun. Kannaðir verða eins og áður þættir sem hafa áhrif á laun og starfsframa kvenna og karla. Einnig á að kanna sérstaklega áhrif nýrra foreldraorlofslaga. Undirbúningsvinna er hafin og er Jafnréttisráð samstarfsaðili Félagsmálaráðuneytis í báðum þessum verkefnum. Félagsmálaráðherra hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem á að forma grunn að "jafnréttisvottun" fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég bind vonir við þessa hugmynd enda ætti það að vera keppikefli stjórnenda að fá slíka vottun. Síðar í vetur hefur Jafnréttisráð áformað að kanna sérstaklega hve oft fólk skiptir um störf. Það er áhugavert að kanna hvað liggi að baki því að fólk færir sig á milli vinnustaða. Sérstaklega þarf að skoða hvort munur sé á milli kynja. Spila hér fyrst og fremst inn í betri kaup og kjör, starfsframi eða vinnutími? Með vorinu kemur Jafnréttisráð til með að kynna niðurstöður þessarar vinnu. Höfundur er formaður Jafnréttisráðs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun