Þú ert það sem þú ofétur 27. nóvember 2005 06:00 Þegar líða tekur að þakkargjörðardeginum fer ég að hugsa um fyllinguna sem er sett inn kalkúninn áður ejan hann er látinn inn í ofninn. Ég er reyndar ekki vanur að setja fyllingu í þá fugla sem ég steiki en þar sem ég þarf að undirbúa borðhald fyrir tuttugu manns og kalkúnn verður aðalrétturinn velti ég fyrir mér þeim möguleikum sem ég á í stöðunni. Ég gæti búið til fyllingu með kastaníuhnetum en þá þyrfti ég að flysja hneturnar og steikja þær og það er afar þreytandi aðgerð. Ég gæti búið til fyllingu með þurrkuðum ávöxtum og brauðmylsnu, en það er óspennandi að borða ávexti með kjöti. Mér finnst gott að nota brauð úr maísmjöli í kalkúnafyllingu, en það kostar mikla fyrirhöfn að baka það og það er mikil áhætta að kaupa það. Mér finnst uppskriftin með kjúklingalifrinni og ricotta-ostinum vera sérlega ljúffeng en Helenu frænku minni finnst það ekki. Hvað á ég eiginlega að gera? Val mitt á fyllingu inn í kalkúninn sem við fjölskyldan borðum á þakkargjörðardaginn hefur áhrif á skoðanir mínar á þessum hátíðisdegi. Líkt og um aðra hátíðisdaga snýst þakkargjörðardagurinn um að fara fram úr leyfilegu hámarki. Það er ætlast til þess að við drekkum okkur full á gamlárskvöld og á púrímhátíðinni fyrr á árinu og jólin eiga að vera einhvers konar orgía gjafmildi. Þrátt fyrir þetta finnst mér ég aldrei fá eins mikið leyfi til þess að sleppa fram af mér beislinu í neyslunni eins og þegar ég sit fyrir framan vænan kalkún á þakkargjörðardaginn. Fuglinn minnir mig á hversu margt jákvætt er hægt að finna við hið feitlagna, sem er eiginleiki sem ekki er í miklum hávegum hafður nú á dögum. En hver elskar ekki feitt læri kalkúnsins sem er glampandi og á litinn eins og brons? Og svo er það fyllingin sem er hin eina rétta vísbending um hversu mikið át er leyfilegt til hátíðabrigða þetta árið. Með samþykki og samsekt allrar fjölskyldunnar leyfist fólki að borða meira á þakkargjörðardaginn en það getur í sig látið; það á gleyma allri hófsemi, öllum hindrunum og þeirri slæmu samvisku sem fólk er iðulega með þegar það tekur til matar síns. Fyrirmælin eru þau að troða sig algerlega út og helst að hefja átið á feitri fyllingu sem er svo saðsöm að manni líður eins og maður sé við það að springa af seddu. Þeir sem hafa áhyggjur af heilsu almennings í landinu munu birta aðvaranir sínar við ofáti áður en þakkargjörðardagurinn er liðinn. Samkvæmt rannsókn sem birt var í síðasta mánuði verða níu af hverjum tíu karlmönnum of þungir á seinni hluta ævi sinnar og sjö af hverjum tíu konum. Að fá sér aftur á diskinn af fyllingunni hefur áhrif á það sem áhugamenn um heilbrigðismál kalla "offitufaraldinn í Bandaríkjunum." Þetta hugtak, "offitufaraldur" er villandi því það lætur fólk halda að um sé að ræða smitsjúkdóm sem breiðist hratt út og kalli á róttækar aðgerðir. Fyllingin á þakkargjörðardaginn mun ekki drepa þig en samkvæmt farsóttarfræðingunum getur hún stytt líf þitt með því að auka líkurnar á því að þú deyir ungur. Það er hins vegar ekki vitað um hversu langan tíma hún getur stytt ævi þína. Nýlega endurskoðuðu samtök sem sérhæfa sig í fylgjast með tíðni sjúkdóma tölur sínar vegna dauðsfalla sem rekja má til offitu, úr 40 þúsund og niður í 25,814. Ef þú velur þér að taka áhættuna á því að verða of feitur vegna ofáts skaltu líka taka kosti þess með í reikninginn. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að öll samfélög gefa grænt ljós á ofneyslu almennings á ákveðnum tímabilum á ári hverju. Kannski eiga einstaka orgíur, þar sem við leyfum okkur of mikið, að gera það að verkum að við höldum aftur af okkur bróðurpart ársins - líkt og maður lærir að kunna sér hóf í áfengisneyslu með því að detta að minnsta kosti einu sinni ærlega í það. Kannski ættum við ekki að líta á gnægtaborðið á þakkargjörðardaginn sem hindrun sem við verðum að ryðja úr vegi heldur sem tækifæri til að rannsaka okkur sjálf með því að neyta meiri matar en við vitum að við eigum að gera. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að það sé siðferðileg og borgaraleg skylda sérhvers manns að borða fyllingu á þakkargjörðadaginn. Jafnvel vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmtun sem er okkur nauðsynleg til að við höldum geðheilsunni. Venjulega stjórnum við lífi okkar eftir hugsuninni um gróða og tap: Við vegum og metum mögulegan hag okkar af einhverri aðgerð og berum hann saman við þann skaða sem mögulega hlýst af aðgerðinni. En það er hægt að beita annars konar hugsun í dæminu: hugsuninni um hreina sóun en í stað hennar ætlumst við ekki til að fá neitt tilbaka. Þessi hugsun hvetur okkur til að neyta meira en við höfum efni á að gera, að fara fram úr því sem er nægilegt fyrir okkur, að sleppa fram af okkur beislinu, gefa eftir, taka stærri bita en við getum tuggið. Að fara fram úr eigin takmörkunum, að fara út úr sjálfinu til þess að endurheimta sjálfið, getur gert okkur meðvitaðari um getu okkur til að eiga ánægjulega stund. Auðvitað hættum við alltaf á það að taka af stóran skammt. Fyllingin í kalkúninum á þakkargjörðadaginn er eins konar fíkniefni. Það er líklega þess vegna sem þeir sem bera umhyggju fyrir okkur og heilsu okkar líta besta frídag ársins svo grunsamlegum augum. En mundu það að fjölskyldan er samsek í þessari orgíu. Fjölskyldan hefur komið saman til að leyfa þér að gera það sem þú myndir aldrei gera einn þíns liðs: Borða ristastóra máltíð, en enda samt sem áður einhvern veginn á sófanum fyrir framan sjónvarpið, en ekki á gólfinu. Höfundur er prófessor í frönsku við Cornell-háskóla. Hann er höfundur bókarinnar "Eat Fat". Greinin birtist áður í New York Times. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Þegar líða tekur að þakkargjörðardeginum fer ég að hugsa um fyllinguna sem er sett inn kalkúninn áður ejan hann er látinn inn í ofninn. Ég er reyndar ekki vanur að setja fyllingu í þá fugla sem ég steiki en þar sem ég þarf að undirbúa borðhald fyrir tuttugu manns og kalkúnn verður aðalrétturinn velti ég fyrir mér þeim möguleikum sem ég á í stöðunni. Ég gæti búið til fyllingu með kastaníuhnetum en þá þyrfti ég að flysja hneturnar og steikja þær og það er afar þreytandi aðgerð. Ég gæti búið til fyllingu með þurrkuðum ávöxtum og brauðmylsnu, en það er óspennandi að borða ávexti með kjöti. Mér finnst gott að nota brauð úr maísmjöli í kalkúnafyllingu, en það kostar mikla fyrirhöfn að baka það og það er mikil áhætta að kaupa það. Mér finnst uppskriftin með kjúklingalifrinni og ricotta-ostinum vera sérlega ljúffeng en Helenu frænku minni finnst það ekki. Hvað á ég eiginlega að gera? Val mitt á fyllingu inn í kalkúninn sem við fjölskyldan borðum á þakkargjörðardaginn hefur áhrif á skoðanir mínar á þessum hátíðisdegi. Líkt og um aðra hátíðisdaga snýst þakkargjörðardagurinn um að fara fram úr leyfilegu hámarki. Það er ætlast til þess að við drekkum okkur full á gamlárskvöld og á púrímhátíðinni fyrr á árinu og jólin eiga að vera einhvers konar orgía gjafmildi. Þrátt fyrir þetta finnst mér ég aldrei fá eins mikið leyfi til þess að sleppa fram af mér beislinu í neyslunni eins og þegar ég sit fyrir framan vænan kalkún á þakkargjörðardaginn. Fuglinn minnir mig á hversu margt jákvætt er hægt að finna við hið feitlagna, sem er eiginleiki sem ekki er í miklum hávegum hafður nú á dögum. En hver elskar ekki feitt læri kalkúnsins sem er glampandi og á litinn eins og brons? Og svo er það fyllingin sem er hin eina rétta vísbending um hversu mikið át er leyfilegt til hátíðabrigða þetta árið. Með samþykki og samsekt allrar fjölskyldunnar leyfist fólki að borða meira á þakkargjörðardaginn en það getur í sig látið; það á gleyma allri hófsemi, öllum hindrunum og þeirri slæmu samvisku sem fólk er iðulega með þegar það tekur til matar síns. Fyrirmælin eru þau að troða sig algerlega út og helst að hefja átið á feitri fyllingu sem er svo saðsöm að manni líður eins og maður sé við það að springa af seddu. Þeir sem hafa áhyggjur af heilsu almennings í landinu munu birta aðvaranir sínar við ofáti áður en þakkargjörðardagurinn er liðinn. Samkvæmt rannsókn sem birt var í síðasta mánuði verða níu af hverjum tíu karlmönnum of þungir á seinni hluta ævi sinnar og sjö af hverjum tíu konum. Að fá sér aftur á diskinn af fyllingunni hefur áhrif á það sem áhugamenn um heilbrigðismál kalla "offitufaraldinn í Bandaríkjunum." Þetta hugtak, "offitufaraldur" er villandi því það lætur fólk halda að um sé að ræða smitsjúkdóm sem breiðist hratt út og kalli á róttækar aðgerðir. Fyllingin á þakkargjörðardaginn mun ekki drepa þig en samkvæmt farsóttarfræðingunum getur hún stytt líf þitt með því að auka líkurnar á því að þú deyir ungur. Það er hins vegar ekki vitað um hversu langan tíma hún getur stytt ævi þína. Nýlega endurskoðuðu samtök sem sérhæfa sig í fylgjast með tíðni sjúkdóma tölur sínar vegna dauðsfalla sem rekja má til offitu, úr 40 þúsund og niður í 25,814. Ef þú velur þér að taka áhættuna á því að verða of feitur vegna ofáts skaltu líka taka kosti þess með í reikninginn. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að öll samfélög gefa grænt ljós á ofneyslu almennings á ákveðnum tímabilum á ári hverju. Kannski eiga einstaka orgíur, þar sem við leyfum okkur of mikið, að gera það að verkum að við höldum aftur af okkur bróðurpart ársins - líkt og maður lærir að kunna sér hóf í áfengisneyslu með því að detta að minnsta kosti einu sinni ærlega í það. Kannski ættum við ekki að líta á gnægtaborðið á þakkargjörðardaginn sem hindrun sem við verðum að ryðja úr vegi heldur sem tækifæri til að rannsaka okkur sjálf með því að neyta meiri matar en við vitum að við eigum að gera. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að það sé siðferðileg og borgaraleg skylda sérhvers manns að borða fyllingu á þakkargjörðadaginn. Jafnvel vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmtun sem er okkur nauðsynleg til að við höldum geðheilsunni. Venjulega stjórnum við lífi okkar eftir hugsuninni um gróða og tap: Við vegum og metum mögulegan hag okkar af einhverri aðgerð og berum hann saman við þann skaða sem mögulega hlýst af aðgerðinni. En það er hægt að beita annars konar hugsun í dæminu: hugsuninni um hreina sóun en í stað hennar ætlumst við ekki til að fá neitt tilbaka. Þessi hugsun hvetur okkur til að neyta meira en við höfum efni á að gera, að fara fram úr því sem er nægilegt fyrir okkur, að sleppa fram af okkur beislinu, gefa eftir, taka stærri bita en við getum tuggið. Að fara fram úr eigin takmörkunum, að fara út úr sjálfinu til þess að endurheimta sjálfið, getur gert okkur meðvitaðari um getu okkur til að eiga ánægjulega stund. Auðvitað hættum við alltaf á það að taka af stóran skammt. Fyllingin í kalkúninum á þakkargjörðadaginn er eins konar fíkniefni. Það er líklega þess vegna sem þeir sem bera umhyggju fyrir okkur og heilsu okkar líta besta frídag ársins svo grunsamlegum augum. En mundu það að fjölskyldan er samsek í þessari orgíu. Fjölskyldan hefur komið saman til að leyfa þér að gera það sem þú myndir aldrei gera einn þíns liðs: Borða ristastóra máltíð, en enda samt sem áður einhvern veginn á sófanum fyrir framan sjónvarpið, en ekki á gólfinu. Höfundur er prófessor í frönsku við Cornell-háskóla. Hann er höfundur bókarinnar "Eat Fat". Greinin birtist áður í New York Times.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun