Lögheimili og menntun 25. nóvember 2005 06:00 Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í tilefni nýlegrar reynslu minnar sé ég mig tilneydda til þess að rita nokkur orð um ágæti fyrrum sveitarfélags míns, Árborgar. Í haust fluttum ég og tvö börn mín, á leikskólaaldri, frá Selfossi. Ástæðan var sú að ég var að byrja nám við skóla úti á landi. Ég flutti aðeins aðsetur okkar þar sem ég hugðist búa í íbúð minni á Selfossi komandi sumar, vinna á Selfossi og nýta mér dagmæður eða leikskóla Árborgar fyrir börnin á meðan. Þar sem ég er námsmaður vissi ég að ég þurfti ekki að flytja lögheimili mitt, þar sem námsmenn eru undanskildir reglum um lögheimili. Engu að síður kom upp vandamál varðandi það vegna leikskóladvalar barnanna minna. Þar sem ég er einstæð og með fleiri en eitt barn á ég rétt á ákveðnu mótframlagi vegna leikskólagjalda frá sveitarfélagi mínu. Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg. Hvers vegna? Það er stefna sveitarfélagsins. Einfalt virðist vera. En það flækir málin alveg heilmikið fyrir mig og aðra námsmenn með börn sem hyggjast mennta sig meira. Nám á háskólastigi er ekki í boði í Árborg þannig að þeir sem vilja mennta sig meira neyðast til að flytja í flestum tilfellum. Þessir einstaklingar hafa borgað þjónustugjöld til sveitarfélagsins til þess að njóta þeirrar þjónustu sem í boði er og hafa sennilega hugsað sér að nýta hana milli anna, samanber dagmömmur og leikskóla sem þarf að fara á biðlista til að geta nýtt auk þess að hafa heimilislækni á svæðinu og félagsþjónustu alls konar. Þessir einstaklingar eiga kannski líka fasteign á svæðinu, sem flækir gerð skattaskýrslu til muna þar sem þeir þurfa að flytja lögheimili fram og til baka á örfárra mánaða fresti. En það sem mér þótti einna verst við þessa aðstöðu var hversu illa gekk að fá almennileg svör frá félagsmáladeild og öðrum þeim sem ég hafði samband við. Það virtust vera einhver samantekin ráð um að svara sem minnstu til að gefa sem minnst tækifæri til rökræðna eða breytingar á svörum. Það var jafnvel oftar en einu sinni sem ég fékk ekki svar við tölvupósti sem ég hafði þó verið beðin um að senda fremur en að spyrja í gegnum síma. Að lokum fékk ég svör, en eins og áður sagði, einföld og óhnikandi. Þegar ég spurði hvort staðan væri þá sú að ég yrði annaðhvort að flytja lögheimili mitt á nokkurra mánaða fresti eða borga himinhá leikskólagjöld til að geta haldið lögheimili mínu í Árborg, var svarið: "Já, eða þú getur prufað að senda bréf til bæjarstjórnar til þess að þetta verði tekið upp einu sinni enn! Ég get hinsvegar ekki lofað jákvæðum viðbrögðum." Nú hef ég flutt lögheimili mitt og nýt ákveðinnar þjónustu í því sveitarfélagi. Viðbrögðin sem ég hef fengið þar eru til fyrirmyndar og hef ég jafnvel hugleitt að flytja alfarið meðan á námi stendur. Þangað til í haust hef ég verið mjög ánægð með að búa á Árborgarsvæðinu og var mjög sátt við þá ákvörðun mína að kaupa fasteign þar eftir að ég eignaðist börnin. Í dag er hinsvegar mjög fátt sem togar í mig aftur til Árborgar eftir þessi leiðinlegu viðbrögð sem ég átti alls ekki von á frá sveitarfélagi sem er í stöðugum vexti og virðist vera umhugað um að fá til sín fleiri íbúa. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram þar sem atriði eins og leikskólagjöld geta haft mikið vægi í ákvörðun um flutning á nýjan stað og einnig vegna þess að það er mikilvægt að fjölskyldufólk viti hverju það á von á ef það ætlar sér að búa í Árborg en vera í námi annars staðar. Þetta er málefni sem mér finnst að bæjarstjórn Árborgar eigi að taka til alvarlegrar endurskoðunar, sérstaklega ef hugmyndin er að laða að menntað fólk í framtíðinni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun