Sport

Vantar reynslumeiri leikmenn í liðið

Bjarni Jóhannsson telur ungt lið Breiðabliks þurfa nauðsynlega á reynslumeiri leikmönnum að halda.
Bjarni Jóhannsson telur ungt lið Breiðabliks þurfa nauðsynlega á reynslumeiri leikmönnum að halda.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, segist ætla að reyna að styrkja leikmannahóp sinn umtalsvert fyrir næsta keppnis­tímabil en Breiðablik vann 1.deildina með yfirburðum í sumar og ætlar félagið sér að tryggja stöðu sína í Landsbankadeildinni á næsta ári.

"Það er ekkert launungarmál að við ætlum okkur að styrkja leikmannahópinn. Við erum að skoða þá möguleika sem í boði eru. Það olli okkur vonbrigðum að Hans Fróði Benjaminsen skyldi ekki vera áfram. Hann lék vel með okkur síðastliðið sumar og var einn af lykilmönnum í liðinu. Nú þurfum við fyrst og fremst reynslumeiri leikmenn. Við þurfum einn sóknarmann, miðjumann og sóknarmann. Það fer nú að verða líklegra að við lítum til útlanda eftir leikmönnum, heldur en að við finnum leikmenn hér á Íslandi," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari nýliða Breiðabliks í Landsbankadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×