Vandaðra – hollara – betra 18. nóvember 2005 06:00 Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun