Reiður framkvæmdastjóri 18. nóvember 2005 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið ævareiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember. Reiðin beindist að ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssyni, fyrir ummæli hans um blekkingu verslunarinnar í auglýsingum um niðurfellingu virðisaukaskatts. Í framhaldinu hellir Sigurður úr skálum reiði sinnar yfir skattstjórann vegna komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Enn eina ferðina, heldur Sigurður því fram að fyrirkomulag á komuverslun í FLE sé siðlaus og ólögleg um leið og hann gengur erinda stórkaupmanna sem nú þegar eiga stóran hluta markaðarins hérlendis og vilja að sjálfsögðu LÍKA komast í kynni við þær tæpu tvær milljónir farþega sem leið munu eiga um FLE árlega. Í komuverslun Fríhafnarinnar í FLE er allur rekstur samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og mér finnst ósmekklegt að draga starfsmenn Fríhafnarinnar inn í umræðuna með þeim hætti sem gert er. Þeir vinna sitt verk samviskusamlega og hafa náð góðum árangri sem líklega fer fyrir brjóstið á þeim sem þarna vilja komast að. Þá er þessi skoðun Sigurðar, um samkeppni við verslun á höfuðborgarsvæðinu, æði langsótt, ef skoðuð er kauphegðun ferðalanga. Halda menn í alvöru, að þessi verslun og þar af leiðandi tekjurnar sem henni fylgja, flytjist ekki á aðra flugvelli ef komuverslun verður lögð niður, eins og Sigurður leggur til? Og ef komuverslun verður aflögð, verðum við af tekjum, sem flytjast til útlanda, ekki í vasa stórkaupmanna í landinu og allir tapa. Hvert ætlum við þá að sækja fjármagn til þess að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú, með aukinni skattheimtu á ferðalanga sem leið eiga um Flugstöðina, sem varla getur talist hvati í ferðaþjónustu. Það er því í þágu almannahagsmuna að reka komuverslun í FLE með því sniði sem nú er og því miður fyrir Sigurð og hans umbjóðendur hafa fleiri aðkomu að málinu en ríkið eitt og sér, því aflagning komuverslunar hefur neikvæð áhrif á fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna innanlands, flugfélögin og ferðamennina sjálfa. Víða í kringum okkur, hafa verið opnaðar komuverslanir á flugvöllum, að okkar fyrirmynd, svo hér er ekki um einsdæmi að ræða. Þá bendi ég einnig á að í FLE er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir þá erlendu ferðamenn sem verslað hafa hjá umbjóðendum Sigurðar innanlands. Nú þegar er hafin framkvæmd við stækkun FLE og á komandi misserum verða opnaðar nýjar verslanir og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem í öllum tilfellum er rekin af einkaaðilum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni fyrir aðila SVÞ hvort framkvæmdastjórinn þeirra vinnur þeim gagn, með gífuryrðum, dónaskap og klárum rangfærslum. Óska ég samtökunum velfarnaðar og vona að Sigurði renni reiðin fyrir jól. Höfundur er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið ævareiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember. Reiðin beindist að ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssyni, fyrir ummæli hans um blekkingu verslunarinnar í auglýsingum um niðurfellingu virðisaukaskatts. Í framhaldinu hellir Sigurður úr skálum reiði sinnar yfir skattstjórann vegna komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Enn eina ferðina, heldur Sigurður því fram að fyrirkomulag á komuverslun í FLE sé siðlaus og ólögleg um leið og hann gengur erinda stórkaupmanna sem nú þegar eiga stóran hluta markaðarins hérlendis og vilja að sjálfsögðu LÍKA komast í kynni við þær tæpu tvær milljónir farþega sem leið munu eiga um FLE árlega. Í komuverslun Fríhafnarinnar í FLE er allur rekstur samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og mér finnst ósmekklegt að draga starfsmenn Fríhafnarinnar inn í umræðuna með þeim hætti sem gert er. Þeir vinna sitt verk samviskusamlega og hafa náð góðum árangri sem líklega fer fyrir brjóstið á þeim sem þarna vilja komast að. Þá er þessi skoðun Sigurðar, um samkeppni við verslun á höfuðborgarsvæðinu, æði langsótt, ef skoðuð er kauphegðun ferðalanga. Halda menn í alvöru, að þessi verslun og þar af leiðandi tekjurnar sem henni fylgja, flytjist ekki á aðra flugvelli ef komuverslun verður lögð niður, eins og Sigurður leggur til? Og ef komuverslun verður aflögð, verðum við af tekjum, sem flytjast til útlanda, ekki í vasa stórkaupmanna í landinu og allir tapa. Hvert ætlum við þá að sækja fjármagn til þess að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú, með aukinni skattheimtu á ferðalanga sem leið eiga um Flugstöðina, sem varla getur talist hvati í ferðaþjónustu. Það er því í þágu almannahagsmuna að reka komuverslun í FLE með því sniði sem nú er og því miður fyrir Sigurð og hans umbjóðendur hafa fleiri aðkomu að málinu en ríkið eitt og sér, því aflagning komuverslunar hefur neikvæð áhrif á fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna innanlands, flugfélögin og ferðamennina sjálfa. Víða í kringum okkur, hafa verið opnaðar komuverslanir á flugvöllum, að okkar fyrirmynd, svo hér er ekki um einsdæmi að ræða. Þá bendi ég einnig á að í FLE er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir þá erlendu ferðamenn sem verslað hafa hjá umbjóðendum Sigurðar innanlands. Nú þegar er hafin framkvæmd við stækkun FLE og á komandi misserum verða opnaðar nýjar verslanir og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem í öllum tilfellum er rekin af einkaaðilum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni fyrir aðila SVÞ hvort framkvæmdastjórinn þeirra vinnur þeim gagn, með gífuryrðum, dónaskap og klárum rangfærslum. Óska ég samtökunum velfarnaðar og vona að Sigurði renni reiðin fyrir jól. Höfundur er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar