Fordæmum pyndingar Bush- stjórnarinnar 17. nóvember 2005 04:00 Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar