Ceres 4 þrekþjálfari Þróttar 9. nóvember 2005 07:45 Ceres 4 listamaður - Hlynur Áskelsson grunnskólakennari Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Starfið er þó engin nýjung fyrir Hlyn, en hann er menntaður íþróttakennari, og stefnir hann að því að ná toppárangri leikmenn liðsins - þá sömu og hann gagnrýndi nokkuð harkalega í pistli á heimasíðu Þróttar sem birtist í lok sumars. Þar segir Hlynur meðal annars að meistaraflokk félagsins skorti grunnþjálfun í styrk, úthaldi og andlegu atgervi. Á þessu ætlar Hlynur nú að vinna bót á. "Ég stend við allt það sem ég sagði í þessum pistli en nú er það mitt að koma hlutunum í rétt form. Mitt skýlausa markmið er að ná árangri - annað yrði óviðundandi," sagði Hlynur ákveðinn við Fréttablaðið í gær en þessa dagana stendur hann vaktina yfir leikmönnum Þróttar í Laugum þar sem þeir hlaupa og lyfta. Á undirbúningstímabilinu mun hann vinna náið með Atla Eðvaldssyni, aðalþjálfara Þróttar, þar sem líkamlegi þátturinn er á ábyrgð Hlyns. Sjálfur er Hlynur Þróttari mikill og hefur á síðustu árum verið ein af driffjöðrunum í hópi Köttarana, hins ötula stuðningsmannahóps Þróttar. "Ég hef verið Þróttari frá blautu barnsbeini og ef félagið hefur óskað eftir mínum kröfum þá hef ég hreinlega ekki geta sagt nei. Á því var engin breyting nú þegar ég var fenginn til að taka að mér þetta verkefni," segir Hlynur, sem sjálfur er í hörkuformi. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að æfa," segir Hlynur sem stefnir að sjálfsögðu að því að láta leikmenn Þróttar vera í betra formi á næsta ári en þeir voru í sumar. "Ég ætla rétt að vona að þeir verði það - annars verð ég rekinn," sagði Hlynur og hló. Íslenski boltinn Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira
Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálfun Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Starfið er þó engin nýjung fyrir Hlyn, en hann er menntaður íþróttakennari, og stefnir hann að því að ná toppárangri leikmenn liðsins - þá sömu og hann gagnrýndi nokkuð harkalega í pistli á heimasíðu Þróttar sem birtist í lok sumars. Þar segir Hlynur meðal annars að meistaraflokk félagsins skorti grunnþjálfun í styrk, úthaldi og andlegu atgervi. Á þessu ætlar Hlynur nú að vinna bót á. "Ég stend við allt það sem ég sagði í þessum pistli en nú er það mitt að koma hlutunum í rétt form. Mitt skýlausa markmið er að ná árangri - annað yrði óviðundandi," sagði Hlynur ákveðinn við Fréttablaðið í gær en þessa dagana stendur hann vaktina yfir leikmönnum Þróttar í Laugum þar sem þeir hlaupa og lyfta. Á undirbúningstímabilinu mun hann vinna náið með Atla Eðvaldssyni, aðalþjálfara Þróttar, þar sem líkamlegi þátturinn er á ábyrgð Hlyns. Sjálfur er Hlynur Þróttari mikill og hefur á síðustu árum verið ein af driffjöðrunum í hópi Köttarana, hins ötula stuðningsmannahóps Þróttar. "Ég hef verið Þróttari frá blautu barnsbeini og ef félagið hefur óskað eftir mínum kröfum þá hef ég hreinlega ekki geta sagt nei. Á því var engin breyting nú þegar ég var fenginn til að taka að mér þetta verkefni," segir Hlynur, sem sjálfur er í hörkuformi. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að æfa," segir Hlynur sem stefnir að sjálfsögðu að því að láta leikmenn Þróttar vera í betra formi á næsta ári en þeir voru í sumar. "Ég ætla rétt að vona að þeir verði það - annars verð ég rekinn," sagði Hlynur og hló.
Íslenski boltinn Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sjá meira