Maður, líttu þér nær! 9. nóvember 2005 06:00 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 6. nóvember gefur að líta ummæli ríkisskattstjóra, Indriða G. Þorlákssonar, um að verslunin blekki viðskiptavini með því að auglýsa að virðisaukaskattur sé felldur niður af vörum. Hann viðurkennir samt að oft sé tilgreint með minna letri að virðisaukaskattur sé eftir sem áður greiddur af vörunum, en samt sé um blekkingu að ræða. Manni fallast næstum hendur við lestur svona yfirlýsinga. Það er með ólíkindum hvernig sumir menn geta gengið um með augnblöðkur sem varna þeim sjónar á öðru en því sem er beint fyrir framan þá. Ef ríkisskattstjóri hugleiddi ofurlítið hvernig þessi markaðsfærsla hefur orðið til þá myndi hann fljótlega átta sig á því að umrædd háttsemi verslunarinnar er andsvar við siðlausri og óskammfeilinni háttsemi ríkisins í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Oftast ef ekki alltaf er þess getið, reyndar með smáu letri, að verslanir greiði virðisaukaskatt af þessum tilboðsvörum. Þegar komufarþegar í FLE koma á það svæði sem farangur þeirra kemur inn blasir við þeim gólfauglýsing sem staðhæfir að verð í komuversluninni sé allt að 50 prósent lægra en í Reykjavík. Og hvernig skyldi nú þessi ríkisverslun fara að því að selja vörur svona ódýrt miðað við það að húsnæði, laun og aðrir rekstrarliðir eru vart lægri en í almennri verslun í Reykjavík? Jú, það gerist með því að fella niður tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt á þeim vörum sem þarna eru seldar í samkeppni við innlenda verslun. Hvað heitir þetta í orðasafni ríkisskattstjóra? Getur það verið að ríkisskattstjóri þekki ekki til þessa fyrirkomulags í FLE? Ég ætla honum það ekki og er næstum viss um að hann hefur gengið yfir umrædda auglýsingu eins og svo margir aðrir. Getur verið að öll sú umræða sem hefur farið fram um siðleysi, og jafnvel lögleysi (á það verður látið reyna) sem felst í þessum verslunarrekstri ríkisins hafi farið fram hjá eina æðsta embættismanni ríkisins í skattamálum? Hefur hann ekki orðið var við gagnrýni SVÞ á þetta fyrirkomulag og háttalag starfsmanna umræddrar ríkisverslunar, sem eru í lítt dulbúinni samkeppni um snyrtivörur, raftæki o.fl. við verslun á höfuðborgarsvæðinu? Ég vil benda ríkisskattstjóra á að horfa á bjálkann í eigin auga áður en hann gagnrýnir flísina í augum annarra. Hann verður að axla þá ábyrgð að vera í þessu máli sá sem hlífa ætti fremur en að höggva. Hann er fulltrúi stjórnvalda sem reka komuverslunina og má ekki mæla með klofinni tungu með því annars vegar að hvetja fólk til að greiða ekki skatta af innkaupum sínum og hins vegar að ásaka þá sem á er hallað um að bregðast við með því að draga fram það sem veldur verðmun og nota það í markaðsfærslu sinni. Með því að taka fram, þótt með smáu letri sé, að virðisaukaskattur sé greiddur af viðkomandi tilboðum, er enginn blekktur og reyndar rétt að vekja athygli á því að það stjórnvald sem fylgist með auglýsingum fyrirtækja á markaði, áður Samkeppnisstofnun og nú Neytendastofa, hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við tilvitnaðar auglýsingar verslunarfyrirtækja í Reykjavík. Maður líttu þér nær! Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun