Örar breytingar á fasteignamarkaði 3. nóvember 2005 06:00 Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar